Betri byggð

11.10.05

Barist gegn heilsuleysi og umhverfisvandamálum

Maður spyr sig hvað maður geti gert til að minnka líkurnar á hjartaáfalli. Nú þegar hjartasjúkdómar eru með algengustu banvænum sjúkdómum eru margir sem ættu að huga að áhættuþáttum í sínum lífsstíl. Það kemur okkur ekki á óvart en þéttleiki íbúðasvæðis og aðstæður til að ganga til erinda sina er einn þeirra þátta sem segir til um líkur á hjartasjúkdómum. Þeir sem búa í slíkum borgarhverfum með miklum þéttleika sem ber nærþjónustu í göngufjarlægð fá sína hreyfingu af að sinna daglegum erindum og minnka þar með líkur á hjartasjúkdómum. Það sem meira er er að íbúar í þéttum borgarhverfum menga minna en hinir, sveit í borg er nefnilega ekki svo náttúruvæn.
Grein um þetta efni er að finna á treehugger.com