Betri byggð

20.4.05

Tvær samhljóða úr ólíkum áttum og fundur

Þétting byggðar og almennt betri byggð er mál sem fer þvert á flokkslínur en fer meira eftir aldri ef marka má stikkprufur úr umræðunni. S.l. mánudagskvöld stóðu Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík fyrir um margt ágætum fundi um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni. Þar tókust Egill Helgason blaðamaður og Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair á um flugvöllinn í Vatnsmýri. Raunar kom það í ljós að Jón Karl var alls ekkert á því að flugvöllur þyrfti að vera í Vatnsmýrinni ef önnur ásættanleg lausn væri fundin sem hún og verður án efa.
Kristján Möller talsmaður Héðinsfjarðarganga og fulltrúi embættismannalýðsins sem notar flugvöllinn hvað mest en borgar ekki sjálfur stóð upp og tjáði sig um málið. Hann hlaut þó mikinn háðshlátur þegar Egill spurði hann hversu mikið borgarbúar ættu að blæða fyrir að koma Kristjáni inn á Þing. Þá var tekið eftir því að Kristján hló dátt og gerði dár að þegar sparnaður í lengd lagnakerfa var nefnt sem dæmi um þann sparnað sem hlýst af þéttingu byggðar. Enda ekki við öðru að búast af manni sem ber ekki skynbragð á raunhæfan kostnað í almannaþjónustu.
Allnokkrir settlegir kallar komnir yfir miðjan aldur fussuðu og sveiuðu yfir þeim nýstárlegu hugmyndum að byggja alvöru borgarbyggð í Vatnsmýri enda sennilega sáttir við sitt hlutskipti búandi í einbýlishúsum í Skerjafirði. Hinir yngri sem sjá kost sinn þrengri og baráttuna harða framundan vilja að sjálfsögðu breyta samfélaginu til betri áttar fyrir sína framtíðarhagsmuni. Dæmi um þetta má sjá á skrifum tveggja úr yngri deildinni. Fyrst ber að nefna grein eftir Höskuld Marselíusarson á ihald.is. Hin er svo grein eftir Heiðu Björg Pálmadóttur sem skrifar grein á politik.is.
Myndir af fundinum má sjá hér.

2 Comments:

  • Hér verður að leiðréttast að það voru ekki bara landsbyggðarþingmenn og gamlir skarfar sem töluðu fyrir flugvellinum. Ég man eftir amk. fjórum aðilum sem komust að til þess að lýsa furðu sinni á þekkingarleysi og þversögnum í málflutningi Egils.
    Kv,
    Matthías

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:15 e.h.  

  • Vissulega er það rétt nema hvað að hið meinta þekkingarleysi virtist byggt á þekkingarleysi þeirra sem gagnrýndu Egil. Ágætis dæmi um þetta má sjá í grein eftir Vilberg Tryggvason á frelsi.is Þar sem ruglað er með mælistikur og þær almennu aðferðir notaðar eru við hagfræðilega greiningu landnotkunar. Þeir einir sáu þversagnir í máli Egils sem ekki kunna skil á skipulagsfræðum.

    By Blogger Sverrir Bollason, at 3:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home