Betri byggð

1.4.05

Sjálfstæðismenn fá kynningu og tjá sig

Samtökin eru þessa daganna að kynna málefni sín og sjónarmið fyrir ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna og tóku Heimdellingar á móti okkur í gærkvöldi. Umræður voru líflegar og að sjálfsögðu var mörgum hugmyndum Betri byggðar tekið vel.
Heiðar Lár Halldórsson skrifar svo grein á frelsi.is þar sem hann spyr þarfra spurninga um veru flugvallar í Vatnsmýri.

Vandinn er bara sá að þær lóðir eru staðsettar víðsfjarri borginni sjálfri, eins og önnur úthverfi Reykjavíkur sem myndast hafa undanfarin ár. Úr þeim er styttra til Bláfjalla en niður á Bæjarins Bestu. Á sama tíma búa borgarbúar við flugrekstur í hjarta Reykjavíkur með tilheyrandi hljóðmengun og öðrum óþægindum.

Á svæði flugvallarins er pláss fyrir 20.000 manna íbúðabyggð sem vafalaust myndi þétta byggð og auka borgarabrag Reykjavíkur.

Greinina má lesa í heild sinni hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home